20. desember - Stöð í Stöðvarfirði
Rannsóknin á Stöð í Stöðvarfirði hófst með forrannsókn árið 2015 og hefur staðið óslitið síðan. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er Víkingaaldarskáli með minnst tvö byggingarstig. Yngri skálinn er hefðbundinn landnámsskáli frá 10. öld; 31.4 m langur og 8,5 m breiður með langeld fyrir miðju. Í honum fannst mikið af gripum. Sérstaklega má nefna eðalmálma, perlur, snældusnúða og fjölda steinskífa auk annarra gripa sem þykir auk stærðar skálans benda til að um höfðingjabýli sé að ræða. Eldri skálinn er töluvert stærri eða 43,37 m langur og 11,1 m breiður og er því með stærstu skálum sem fundist hafa á Íslandi. Rannsókn hans er ekki fulllokið en aldursgreiningar benda til að hann sé frá seinni hluta 9. aldar. Núverandi tilgáta er að upphaflega hafi verið svokölluð útstöð á staðnum sem síðan hafi þróast í fasta búsetu.
Stjórnandi: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf.
Facebook hópur rannsóknarinnar
Skýrslur rannsóknarinnar
Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er inn til Minjastofnunar við lok hvers rannsóknarárs.