Mánudaginn 2. maí tóku þrír af starfsmönnum Minjastofnunar þátt í málþingi um fornleifar í Skálholti sem haldið var að fumkvæði Skáholtsfélagsins. Málþinginu lauk með því að forstöðumaður Minjastofnunar og vígslubiskup í Skálholti undirrituðu verndaráætlun fyrir minjasvæðið í Skálholti.
Minjastofnun Íslands barst í gær gripur sem fannst við vegaframkvæmdir á Suðurlandi. Um er að ræða sverð af víkingaaldargerð sem er mjög heillegt. Áhugasamir geta komið og skoðað gripinn í höfuðstöðvum Minjastofnunar í Reykjavík, Suðurgötu 39, í dag á milli kl. 13.30 og 15.30
Þrjár stöður voru auglýstar lausar til umsóknar hjá
Minjastofnun Íslands í janúar. Um er að ræða stöðu fornleifafræðings á
Sauðárkróki, stöðu arkitekts á Sauðárkróki og stöðu fornleifafræðings í
Reykjavík. Gengið hefur verið frá ráðningum í allar stöðurnar.
Umsóknarfrestur um þau þrjú störf sem Minjastofnun auglýsti laus til umsóknar í janúar rann út mánudaginn 1. febrúar. Alls bárust 13 umsóknir um störfin þrjú: tvær um starf arkitekts á Sauðárkróki og 11 um starf fornleifafræðinganna beggja, þ.e. í Reykjavík annars vegar og á Sauðárkróki hins vegar.