Fara í efni

Fréttir

Friðlýsing Hvanneyrartorfunnar

18.08.2015
Þann 11. júlí staðfesti forsætisráðherra tillögu Minjastofnunar að heildarfriðlýsingu Hvanneyrar í Borgarfirði, þ.e. Hvanneyrartorfunnar svokölluðu. Frumkvæðið að friðlýsingunni kemur frá heimamönnum og tók friðlýsingarferlið rúmt ár. Friðlýsingin markar tímamót í sögu hús- og minjaverndar á Íslandi þar sem slík heild hefur aldrei áður verið friðlýst.
Hvanneyri

Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum

31.07.2015
Laugardaginn 8. ágúst n.k. munu þau Einar Ísaksson, minjavörður Vestfjarða, og  Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt, taka þátt í málstofu um fornleifarannsóknir á Vestfjörðum.

Fjárúthlutun ríkisins til brýnnar uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum

25.06.2015
Minjastofnun Íslands fékk úthlutað rúmlega 100 milljónum til brýnnar uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Verður þeim fjármunum varið í verkefni á 17 minjastöðum um land allt og fer Minjastofnun með framkvæmd og fjármál verkefnanna.

Leiðrétting - viðburður Þingborgar í bæklingi menningarminjadagsins

19.06.2015
Ranglega er sagt að viðburður Þingborgar, ullarvinnslu, sé laugardaginn 20. júní, hið rétta er að viðburðurinn er 27. júní. Beðist er velvirðingar á þessari villu.

Lokað frá kl. 12 föstudaginn 19. júní

19.06.2015
Minjastofnun Íslands gefur starfsfólki sínu frí eftir hádegi þann 19. júní til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna.

Breyting á friðlýsingu Fríkirkjuvegar 11

21.05.2015
Að tillögu Minjastofnunar Íslands hefur forsætisráðherra samþykkt breytingu á skilmálum friðlýsingar Fríkirkjuvegar 11 í Reykjavík.
Stofa 1. hæð

Endurmenntunar- og fræðsluferð Minjastofnunar

18.05.2015
Minjastofnun Íslands lokaði dagana 7. og 8. maí vegna endurmenntunar- og fræðsluferðar starfsfólks. Um óvissuferð var að ræða og ríkti mikil spenna um hvert ferðinni væri heitið.

Minjastofnun Íslands hástökkvari ársins

11.05.2015
Minjastofnun Íslands var einn af hástökkvurum ársins í könnuninni Stofnun ársins sem SFR stéttarfélag stendur fyrir árlega.