Fara í efni

Fréttir

Námskeið um viðhald og viðgerðir gamalla húsa

20.10.2015
Föstudaginn 23. október n.k. verður haldið námskeið um viðhald og viðgerðir gamalla húsa á Byggðasafninu Görðum á Akranesi.

Starf minjavarðar Austurlands

20.10.2015
Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 20. október.

Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2016

19.10.2015
Nú er tekið á móti umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði árið 2016. Hægt er að sækja um til 1. desember 2015.
Auglýsing um styrk úr húsafriðunarsjóði 2016

Kynningarefni um verndarsvæði í byggð

13.10.2015
Forsætisráðuneytið og Minjastofnun Íslands hafa nú farið um landið og kynnt innihald og framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð fyrir sveitarstjórnarfólki og minjaráðsfulltrúum. Efni erindanna er nú aðgengilegt.

Starf minjavarðar Austurlands laust til umsóknar

25.09.2015
Minjastofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf minjavarðar Austurlands. Umsóknarfrestur er til 20. október.

Fréttatilkynning - Tillaga að friðlýsingu hafnargarðs á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík

25.09.2015
Minjastofnun Íslands hefur með ákvörðun á grundvelli 18., 19. og 20. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur.

Skyndifriðun hafnargarðsins

11.09.2015
Minjastofnun hefur með hliðsjón af 20. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar skyndifriðað hafnargarð við Austurhöfn til að tryggja að minjunum verði ekki spillt, þær glatist eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt.

Tvö ný bindi um friðaðar kirkjur eru komin út

26.08.2015
Út eru komin 24. og 25. bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands. Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.
24.-bindi

Málstofa og sýning um friðaðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi

26.08.2015
Í tilefni þess að út eru komin tvö ný bindi – hið tuttugasta og fjórða og fimmta – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar á Egilsstöðum laugardaginn 5. september kl. 15:00. 
24.-bindi