18.12.2015
Frá upphafi mátti framkvæmdaraðila vera ljóst af fyrirliggjandi gögnum að á
svæðinu sem byggingarrétturinn nær til, kæmu í ljós menningarminjar sem
verðskulduðu vernd, hvort sem hún félli beint undir ákvæði laga um
menningarminjar eða þarfnaðist sérstakrar ákvörðunar um vernd samkvæmt lögunum.
Getur hann því ekki hafa talist eiga lögmætar væntingar um að geta byggt á
lóðinni án þess að þar kæmu í ljós menningarminjar sem kynnu að verða verndaðar
samkvæmt heimildum laga um það efni.