Fara í efni

18. desember - Vesturbúðarhóll á Eyrarbakka

Loftmynd af rannsóknarsvæðinu á Vesturbúðarhóli árið 2023. Ljósmynd: Fornleifastofnun Íslands ses.
Loftmynd af rannsóknarsvæðinu á Vesturbúðarhóli árið 2023. Ljósmynd: Fornleifastofnun Íslands ses.

Á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka er að finna þyrpingu verslunarhúsa frá einokunartímanum. 

Þar stóðu verslunarhús Eyrarbakkaverslunar frá fyrri hluta 18. aldar og fram til ársins 1950. Fornleifarannsókn á staðnum hófst árið 2017 af frumkvæði Vesturbúðarfélagsins og áætlanir eru um að endurbyggja dönsku verslunarhúsin eins og þau litu út um 1920 og einnig auka við þekkingu um sögu verslunar á Eyrarbakka. Fyrsta árið voru gerðar jarðsjármælingar sem sýndu vel útlínur undirstöður húsa á staðnum og að umfang minja var talsvert meira en sjá mátti á yfirborði. Húsin sem hafa verið rannsökuð síðustu árin eru m.a. pakkhús, kolageymsla, Fönix og Gamla og Nýja Krambúðin. Gripir sem hafa fundist telja á þúsundum og gefa góða innsýn í verslun og viðskipti á staðnum og umsvif Vesturbúðarinnar innanlands sem utan.

 

Stjórnendur: Ágústa Edwald hjá Háskóla Íslands og Ragnheiður Gló Gylfadóttir, Fornleifastofnun Íslands ses.

 

Rannsóknin á Facebook

Vesturbúðin

Heimasíða Fornleifastofnunar Íslands ses.

Fornleifastofnun Íslands – The Institute of Archaeology, Iceland

 

Skýrslur rannsóknarinnar

2017 - Vesturbúðin

2019 - Vesturbúðin

2021 - Vesturbúðin

2022 - Vesturbúðin

2023 - Vesturbúðin

Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er inn til Minjastofnunar við lok hvers rannsóknarárs.