31.01.2020
Minjastofnun Íslands harmar nýjustu fregnir er varða framtíð kvikmyndahússins að Hverfisgötu 54 þar sem Bíó Paradís hefur verið starfrækt síðasta áratuginn. Bíórekstur hefur verið í húsinu frá upphafi en kvikmyndahúsið Regnboginn var opnað sama ár og húsið var fullbyggt árið 1977. Minjastofnun hvetur Reykjavíkurborg eindregið til þess að setja nauðsynleg ákvæði í skipulagi miðbæjarins eða gera aðrar þær ráðstafanir sem tryggt geta áframhaldandi bíórekstur í húsinu.