Fara í efni

Fréttir

Lokað 3.-5. apríl vegna kynnisferðar starfsmanna

29.03.2019
Dagana 3. - 7. apríl mun starfsfólk Minjastofnunar halda í kynnisferð til Berlínar og verður stofnunin því lokuð miðvikudaginn 3. apríl, fimmtudaginn 4. apríl og föstudaginn 5. apríl.

Úthlutun fornminjasjóðs 2019

22.03.2019
Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2019. Veittir voru 23 styrkir en alls bárust 69 umsóknir um styrki. 

Úthlutun húsafriðunarsjóðs 2019

15.03.2019
Úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði árið 2019 hefur farið fram.

Menningarminjakeppni Evrópu 2019

08.03.2019
Minjastofnun stendur fyrir Menningarminjakeppni Evrópu, sem tengd er European Heritage Makers Week sem Evrópuráðið stendur fyrir, annað árið í röð. 

Brunavarnir í friðlýstum kirkjum

26.02.2019
Minjastofnun Íslands og Mannvirkjastofnun hafa unnið leiðbeiningar um brunavarnir í friðlýstum kirkjum.

Orðskýringar sem tengjast íslenski byggingartækni

21.02.2019
Nú má nálgast á vef Minjastofnunar orðskýringar með skýringarmyndum sem Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hefur dregið upp.

Fallist á sjónarmið Minjastofnunar

18.02.2019
Minjastofnun hefur dregið til baka tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um að austasti hluti Víkurgarðs verði friðlýstur. Samhliða fellur skyndifriðun svæðisins sem Minjastofnun setti á hinn 8. janúar 2019 úr gildi.Framkvæmdaaðilar á svæðinu hafa lýst yfir vilja til að gera breytingar á áformum sínum sem koma til móts við áherslur Minjastofnunar um að Víkurgarður fái þann sess sem honum ber sem opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins og svæðisins í kring fái að njóta sín.

Undirritun samninga vegna styrkja til fjarvinnslustöðva

06.02.2019
Starfsfólk Minjastofnunar gerði sér ferð norður á Sauðárkrók þriðjudaginn 5. febrúar til að undirrita samning um fjarvinnsluverkefni á Djúpavogi sem stofnunin fær fjármagn til á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. 

Menningararfsár Evrópu 2018

05.02.2019
Þann 7. desember 2018 var haldin í Vínarborg í Austurríki lokahátíð Menningararfsárs Evrópu sem Evrópusambandið og Evrópuráðið stóðu að. Ísland tók þátt í Menningararfsárinu og voru haldnir af því tilefni 27 glæsilegir viðburðir hringinn um landið. Að viðburðunum stóðu söfn, stofnanir og samtök, áhugafólk og fagaðilar, og eiga allir sem að þeim komu heiður skilinn.