Fara í efni

Fréttir

SKRIFSTOFAN Á SUÐURGÖTUNNI LOKUÐ

04.11.2019
Vegna óvæntra umfangsmikilla framkvæmda í skrifstofuhúsnæði Minjastofnunar við Suðurgötu vinna starfsmenn stofnunarinnar heima hjá sér næstu daga.

Auglýst eftir umsóknum í húsafriðunarsjóð

14.10.2019
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020.

Málþing í minningu Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara

19.09.2019
Miðvikudaginn 25. september fer fram í Þjóðminjasafni Íslands málþing í minningu Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara. Málþingið ber heitið "Forn vinnubrögð í tré og járn" og hefst kl. 13.15.

Auglýst eftir erindum á lokaráðstefnu ANHP

19.09.2019
Lokaráðstefna Adapt Norther Heritage Project, sem Minjastofnun er aðili að, verður haldin í Edinborg í Skotlandi dagana 5.-7. maí 2020. Auglýst er eftir erindum á ráðstefnuna.

Verndun menningarminja í þéttbýli - málþing Íslandsdeildar ICOMOS

17.09.2019
Íslandsdeild ICOMOS efnir til málþings um verndun menningarminja í þéttbýli í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. september 2019 og hefst það kl. 13.00.

Menningarminjadagar Evrópu 2019

26.08.2019
Menningarminjadagar Evrópu 2019 verða haldnir hátíðlegir um alla Evrópu frá ágúst og fram í október. Á Íslandi fer megindagskrá menningarminjadaganna fram helgina 30. ágúst - 1. september.

Þorpið í Flatey staðfest sem verndarsvæði í byggð

22.08.2019
Laugardaginn 17. ágúst sl. staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, tillögu Reykhólahrepps um stöðu þorpsins í Flatey sem verndarsvæði í byggð. 

Reglur um skráningu menningarminja og veitingu leyfa til fornleifarannsókna

10.07.2019
Gefnar hafa verið út reglur um skráningu fornleifa og friðaðra og friðlýstra húsa og mannvirkja og nýjar reglur um veitingu leyfa til fornleifarannsókna.