Forsætisráðuneytið og Minjastofnun Íslands hafa nú farið um landið og kynnt innihald og framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð fyrir sveitarstjórnarfólki og minjaráðsfulltrúum. Efni erindanna er nú aðgengilegt.
Minjastofnun Íslands hefur með ákvörðun á grundvelli 18., 19. og 20. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur.
Minjastofnun hefur með hliðsjón
af 20. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar skyndifriðað hafnargarð við
Austurhöfn til að tryggja að minjunum verði ekki spillt, þær glatist eða gildi
þeirra rýrt á einhvern hátt.
Út eru komin 24. og 25. bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands. Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.