Frá upphafi mátti framkvæmdaraðila vera ljóst af fyrirliggjandi gögnum að á
svæðinu sem byggingarrétturinn nær til, kæmu í ljós menningarminjar sem
verðskulduðu vernd, hvort sem hún félli beint undir ákvæði laga um
menningarminjar eða þarfnaðist sérstakrar ákvörðunar um vernd samkvæmt lögunum.
Getur hann því ekki hafa talist eiga lögmætar væntingar um að geta byggt á
lóðinni án þess að þar kæmu í ljós menningarminjar sem kynnu að verða verndaðar
samkvæmt heimildum laga um það efni.
Á ársfundi Minjastofnunar Íslands sem haldinn var sl. föstudag, 4. desember, veitti stofnunin Vegagerðinni sérstaka viðurkenningu sína fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt eftir Minjastofnun tók til starfa í ársbyrjun 2013.
Minjastofnun Íslands vill vekja athygli á því, eins og fram
kemur í rökstuðningi fyrir tillögu að friðlýsingu sem send var ráðherra 24.
september sl., að gildi garðsins er ekki einskorðað við aldur hans heldur hefur
hann gildi sem hluti þeirra umfangsmiklu og mikilvægu framkvæmda sem
hafnargerðin í Reykjavík var.
Vegna frétta ýmissa fjölmiðla þann 23. október 2015 um að ákvörðun setts forsætisráðherra um friðlýsingu hafnargarðs á Austurbakka í Reykjavík hafi komið degi of seint vill Minjastofnun Íslands koma eftirfarandi á framfæri.