Fara í efni

Fréttir

Starf minjavarðar Austurlands laust til umsóknar

25.09.2015
Minjastofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf minjavarðar Austurlands. Umsóknarfrestur er til 20. október.

Fréttatilkynning - Tillaga að friðlýsingu hafnargarðs á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík

25.09.2015
Minjastofnun Íslands hefur með ákvörðun á grundvelli 18., 19. og 20. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur.

Skyndifriðun hafnargarðsins

11.09.2015
Minjastofnun hefur með hliðsjón af 20. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar skyndifriðað hafnargarð við Austurhöfn til að tryggja að minjunum verði ekki spillt, þær glatist eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt.

Tvö ný bindi um friðaðar kirkjur eru komin út

26.08.2015
Út eru komin 24. og 25. bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands. Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.
24.-bindi

Málstofa og sýning um friðaðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi

26.08.2015
Í tilefni þess að út eru komin tvö ný bindi – hið tuttugasta og fjórða og fimmta – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar á Egilsstöðum laugardaginn 5. september kl. 15:00. 
24.-bindi

Friðlýsing Hvanneyrartorfunnar

18.08.2015
Þann 11. júlí staðfesti forsætisráðherra tillögu Minjastofnunar að heildarfriðlýsingu Hvanneyrar í Borgarfirði, þ.e. Hvanneyrartorfunnar svokölluðu. Frumkvæðið að friðlýsingunni kemur frá heimamönnum og tók friðlýsingarferlið rúmt ár. Friðlýsingin markar tímamót í sögu hús- og minjaverndar á Íslandi þar sem slík heild hefur aldrei áður verið friðlýst.
Hvanneyri

Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum

31.07.2015
Laugardaginn 8. ágúst n.k. munu þau Einar Ísaksson, minjavörður Vestfjarða, og  Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt, taka þátt í málstofu um fornleifarannsóknir á Vestfjörðum.

Fjárúthlutun ríkisins til brýnnar uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum

25.06.2015
Minjastofnun Íslands fékk úthlutað rúmlega 100 milljónum til brýnnar uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Verður þeim fjármunum varið í verkefni á 17 minjastöðum um land allt og fer Minjastofnun með framkvæmd og fjármál verkefnanna.

Leiðrétting - viðburður Þingborgar í bæklingi menningarminjadagsins

19.06.2015
Ranglega er sagt að viðburður Þingborgar, ullarvinnslu, sé laugardaginn 20. júní, hið rétta er að viðburðurinn er 27. júní. Beðist er velvirðingar á þessari villu.

Lokað frá kl. 12 föstudaginn 19. júní

19.06.2015
Minjastofnun Íslands gefur starfsfólki sínu frí eftir hádegi þann 19. júní til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna.