Fara í efni

Fréttir

Nýtt leiðbeiningarit

30.03.2016
Minjastofnun Íslands hefur birt nýtt leiðbeiningarit þar sem fjallað er um veituframkvæmdir og fornleifar.

Ráðningar í þrjú störf

17.02.2016
Þrjár stöður voru auglýstar lausar til umsóknar hjá Minjastofnun Íslands í janúar. Um er að ræða stöðu fornleifafræðings á Sauðárkróki, stöðu arkitekts á Sauðárkróki og stöðu fornleifafræðings í Reykjavík. Gengið hefur verið frá ráðningum í allar stöðurnar.

Umsóknir um störf

08.02.2016
Umsóknarfrestur um þau þrjú störf sem Minjastofnun auglýsti laus til umsóknar í janúar rann út mánudaginn 1. febrúar. Alls bárust 13 umsóknir um störfin þrjú: tvær um starf arkitekts á Sauðárkróki og 11 um starf fornleifafræðinganna beggja, þ.e. í Reykjavík annars vegar og á Sauðárkróki hins vegar.

Þrjú ný störf laus til umsóknar

11.01.2016
Minjastofnun hefur auglýst þrjú ný störf laus til umsóknar.

Erindi og umræður á ársfundi Minjastofnunar 2015

04.01.2016
Erindi og pallborðsumræður á ársfundi Minjastofnunar sem haldinn var þann 4. desember sl. eru nú aðgengileg á myndbandi á Youtube.

Garðurinn á Austurbakka: Merk heimild um atvinnu- og samgöngusögu Íslands

23.12.2015
Garðurinn á lóð Austurbakka 2 er merk heimild um atvinnu- og samgöngusögu Íslands. Minjastofnun Íslands og fornminjanefnd telja því mikilvægt að varðveita hann eins vel og unnt er.

Jólakveðja

22.12.2015
Minjastofnun Íslands óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir allt á árinu sem er að líða.
jolakort-2015-rafraent

Framkvæmdaraðili ber kostnað af flutningi verndaðra minja við Reykjavíkurhöfn

18.12.2015
Frá upphafi mátti framkvæmdaraðila vera ljóst af fyrirliggjandi gögnum að á svæðinu sem byggingarrétturinn nær til, kæmu í ljós menningarminjar sem verðskulduðu vernd, hvort sem hún félli beint undir ákvæði laga um menningarminjar eða þarfnaðist sérstakrar ákvörðunar um vernd samkvæmt lögunum. Getur hann því ekki hafa talist eiga lögmætar væntingar um að geta byggt á lóðinni án þess að þar kæmu í ljós menningarminjar sem kynnu að verða verndaðar samkvæmt heimildum laga um það efni.

Viðurkenning fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar

07.12.2015
Á ársfundi Minjastofnunar Íslands sem haldinn var sl. föstudag, 4. desember, veitti stofnunin Vegagerðinni sérstaka viðurkenningu sína fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt eftir Minjastofnun tók til starfa í ársbyrjun 2013.
Viðurkenning

Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2015

17.11.2015
Ársfundur Minjastofnunar verður haldinn föstudaginn 4. desember á Hótel sögu.