Fara í efni

19. desember - Fornar rætur Árbæjar

Loftmynd af uppgraftarsvæðinu á bæjarhólnum (A) eins og það leit út árið 2019. © Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Loftmynd af uppgraftarsvæðinu á bæjarhólnum (A) eins og það leit út árið 2019. © Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Fornleifarannsóknin Fornar rætur Árbæjar fer fram á bæjarstæði Árbæjar á Árbæjarsafni í Reykjavík og miðar að því að varpa ljósi á upphaf búsetu á staðnum og þróun bæjarins ásamt því að miðla rannsóknum og niðurstöðum þeirra til safngesta og almennings.

Vettvangsnámskeið í fornleifafræði Háskóla Íslands hefur farið fram á Árbæjarsafni frá árinu 2018 þar sem nemendur taka þátt og læra aðferðir á vettvangi, bæði við uppgröft og skráningu minja. Rannsóknin hefur leitt í ljós leifar af um 17 mannvirkjum frá mismunandi tímum, s.s. hlöðu frá 20. öld, smiðju frá miðöldum, mögulegt eldhús frá 16.-18. öld, óþekkt mannvirki og lítið eldstæði frá 10. - 11. öld. Í öskuhaug bæjarins hafa fundist fjölmargir gripir, s.s. skæri, brýni, perlur, kljásteinar, fiskasleggjur, önglar, bókskreyti o.fl. sem tengist daglegu lífi íbúa bæjarins á 16. öld til 20. aldar. Rannsóknir á gripum sýna m.a. að á 17. öld höfðu íbúar góðan aðgang að innfluttum varningi fyrir heimilið, þá sérstaklega borðbúnaði á við vönduð glerílát, hnífa og grýtur sem hafa án vafa verið notuð við fín veisluhöld.

Stjórnandi: Sólrún Inga Traustadóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn og Háskóli Íslands.

 

Rannsóknin á Facebook

Fornar rætur Árbæjar

Árbæjarsafn á Facebook

Árbæjarsafn

 

 

Skýrslur rannsóknarinnar

2016 - Fornar rætur Árbæjar

2017 - Fornar rætur Árbæjar

2018 - Fornar rætur Árbæjar

2019 - Fornar rætur Árbæjar

2020 - Fornar rætur Árbæjar

2021 - Fornar rætur Árbæjar

2022 - Fornar rætur Árbæjar

2023 - Fornar rætur Árbæjar

Þessi færsla er unninn upp úr gögnum sem skilað er inn til Minjastofnunar við lok hvers rannsóknarárs.