Menningarminjadagar Evrópu 2019 verða haldnir hátíðlegir um alla Evrópu frá ágúst og fram í október. Á Íslandi fer megindagskrá menningarminjadaganna fram helgina 30. ágúst - 1. september.
Laugardaginn 17. ágúst sl. staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, tillögu Reykhólahrepps um stöðu þorpsins í Flatey sem verndarsvæði í byggð.
Gefnar hafa verið út reglur um skráningu fornleifa og friðaðra og friðlýstra húsa og mannvirkja og nýjar reglur um veitingu leyfa til fornleifarannsókna.
Dagana 3. - 7. apríl mun starfsfólk Minjastofnunar halda í kynnisferð til Berlínar og verður stofnunin því lokuð miðvikudaginn 3. apríl, fimmtudaginn 4. apríl og föstudaginn 5. apríl.