Ljóskastarahús við Urð, Suðurnesi, Seltjarnarnesi hefur verið friðlýst. Friðlýsingin tekur til hins steinsteypta mannvirkis í heild og hlaðins sökkuls umhverfis það.
Friðlýsingartillaga Minjastofnunar Íslands um leifar kirkju og kirkjugarðs og annarra fornminja innan lóðarmarka Víkurgarðs (gamla kirkjugarðsins við Aðalstræti) hefur verið staðfest af Lilju Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitti nýverið verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Minjastofnun Íslands fékk styrk upp á 21 milljón króna til eins af þeim fjórum verkefnum sem styrkt voru að þessu sinni.