Minjastofnun hefur dregið til baka tillögu til
mennta- og menningarmálaráðherra um að austasti hluti Víkurgarðs verði
friðlýstur. Samhliða fellur skyndifriðun svæðisins sem Minjastofnun setti á hinn
8. janúar 2019 úr gildi.Framkvæmdaaðilar á svæðinu hafa lýst yfir
vilja til að gera breytingar á áformum sínum sem koma til móts við áherslur
Minjastofnunar um að Víkurgarður fái þann sess sem honum ber sem opið og
frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins og svæðisins í kring fái að njóta sín.
Starfsfólk Minjastofnunar gerði sér ferð norður á Sauðárkrók þriðjudaginn 5. febrúar til að undirrita samning um fjarvinnsluverkefni á Djúpavogi sem stofnunin fær fjármagn til á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Þann 7. desember 2018 var haldin í Vínarborg í Austurríki lokahátíð Menningararfsárs Evrópu sem Evrópusambandið og Evrópuráðið stóðu að. Ísland tók þátt í Menningararfsárinu og voru haldnir af því tilefni 27 glæsilegir viðburðir hringinn um landið. Að viðburðunum stóðu söfn, stofnanir og samtök, áhugafólk og fagaðilar, og eiga allir sem að þeim komu heiður skilinn.
Nú er í undirbúningi friðlýsting búsetulandslags í Þjórsárdal á grundvelli laga um menningarminjar nr. 80/2012. Minjastofnun hefur ákveðið að gefa öllum kost á að koma með athugasemdir við áformin. Athugasemdafrestur er til og með 10. febrúar.
Ljóskastarahús við Urð, Suðurnesi, Seltjarnarnesi hefur verið friðlýst. Friðlýsingin tekur til hins steinsteypta mannvirkis í heild og hlaðins sökkuls umhverfis það.
Friðlýsingartillaga Minjastofnunar Íslands um leifar kirkju og kirkjugarðs og annarra fornminja innan lóðarmarka Víkurgarðs (gamla kirkjugarðsins við Aðalstræti) hefur verið staðfest af Lilju Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.