Víkurgarður (Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti) - undirbúningur friðlýsingar
15.10.2018
Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að hefja undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um friðlýsingu Víkurkirkjugarðs (Fógetagarðs) við Aðalstræti í Reykjavík (landnr. 100854). Samkvæmt 18. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 má friðlýsa fornleifar sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.