Verndarsvæði í byggð
Markmið laga um verndarsvæði í byggð er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi (1. gr, lög nr. 87/2015). Lögin gilda um byggð innan þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis (2. gr). Byggðarkjarni er skilgreindur sem samstæða mannvirkja utan þéttbýlis sem mynda byggðarheild (3. gr.).
Sveitarstjórn skal að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort innan staðarmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu svipmóts og menningarsögu varðar, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð. Sveitarstjórnir skulu á fjögurra ára fresti, að loknum sveitarstjórnarkosningum, endurmeta þau verndarsvæði sem í sveitarfélaginu eru, þ.e. hvort auka eigi við þau eða breyta mörkum þeirra að öðru leyti (4. gr).
Minjastofnun skal veita þeim sveitarstjórnum, sem ákveða að vinna tillögu að verndarsvæði í byggð, ráðgjöf um mat á varðveislugildi byggðarinnar innan verndarsvæðis. Sveitarfélögum er bent á að veittir eru styrkir úr húsafriðunarsjóði til að mæta kostnaði við gerð tillagna að verndarsvæði í byggð (sjá nánar um húsafriðunarsjóð).
Sveitarstjórn sendir tillögur að verndarsvæði í byggð til Mennta- og menningarmálaráðuneytis og óskar ráðuneytið eftir umsögn Minjastofnunar um tillöguna. Mennta- og menningarmálaráðherra tekur ákvörðun um vernd byggðar á grundvelli þeirra gagna sem sveitarstjórn leggur fram sem og umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna.
Þau gögn sem þurfa að fylgja tillögu að verndarsvæði og eru henni til grundvallar eru:
- Greinargerð um mat á varðveislugildi byggðar, slíkt mat er byggt á heimildakönnun, fornleifaskráningu og húsakönnun á svæðinu. Til þess að mál hljóti afgreiðslu af hálfu Minjastofnunar Íslands, þarf jafnframt að skila gögnum úr fornleifaskráningu og húsakönnunum (þ.e. skýrslum og landupplýsingum) til stofnunarinnar.
- Skilmálar um vernd og uppbyggingu innan svæðisins,
- Staðfesting á samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila þar sem gerð er grein fyrir þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna og á hvaða hátt var tekið tillit til þeirra.
Kynningarmyndband fyrir verndarsvæði í byggð
Lög og reglur
Um verndarsvæði í byggð á Íslandi gilda eftirfarandi lög og reglur:
Leiðbeiningar
Hér má finna leiðbeiningarit Minjastofnunar Íslands um gerð tillögu og greinargerðar vegna verndarsvæða í byggð.
Verndarsvæði í byggð. Tillaga og greinargerð (2017)
Hér má finna leiðbeiningar um DIVE matskerfið sem notað er við mat á menningarsögulegu gildi svæða í Noregi.
DIVE - kulturhistorisk stedsanalyse. Veileder i bruk af DIVE (redivert utgave 2018)
Áhugavert efni
Hér má finna áhugavert efni af ýmsu tagi tengt verndarsvæðum í byggð.
Fundur um verndarsvæði í byggð, haldinn í Garðaholti 23. maí 2017:
- Guðný Gerður Gunnarsdóttir: Verndarsvæði í byggð. Reynsla af verkefninu hingað til
- Ragnheiður Traustadóttir: Garðahverfi - nýjar leiðir um gamlar götur
- Herborg Árnadóttir: Garðahverfi - Frá deiliskipulagi til verndarsvæðis í byggð
- Guðlaug Vilbogadóttir: Húsaskráning og húsakönnun
Til frekari fróðleiks: Garðahverfi - Fornleifaskráning 2003.