Fara í efni

Fréttir

Alþingisgarðurinn friðlýstur

19.11.2024
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, undirritaði friðlýsingu Alþingisgarðsins þann 18. nóvember síðastliðinn. Alþingisgarðurinn við Kirkjustræti 14 í Reykjavík er elsti og best varðveitti almenningsgarður við opinbera byggingu á Íslandi. Hann markar tímamót í íslenskri garðsögu þar sem hann er fyrsti garðurinn sem var hannaður áður en framkvæmdir við hann hófust.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra ásamt Pétri Ármannssyni arkitekt og sviðstjóra hjá Minjastofnun Íslands (vinstri) og Birgi Ármannssyni forseta Alþingis (hægri).

Fornminjasjóður 2025 - Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025

15.11.2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fornminjasjóð fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2025.
Uppgröftur á Stöng í Þjórsárdal, 2023

Dr. Rúnar Leifsson skipaður í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands

12.11.2024
Dr. Rúnar Leifsson var skipaður í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands á dögunum. Hann var skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis - orku- og loftlagsráðherra næstu fimm árin. 

Franski sendiherrann í heimsókn á Minjastofnun Íslands

01.11.2024
Á fundinum var rætt um starfsemi stofnunarinnar, menningarminjar á Íslandi, rekstur og viðhald minjastaða, fjármögnun fornleifarannsókna á Íslandi og í Frakklandi.
Fundargestir. Frá vinstri: Karl Kvaran arkitekt hjá SP(R)INT STUDIO, Renaud Durville menningarfulltrúi Franska sendiráðsins, Guillaume Bazard sendiherra Frakklands, Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Þór Hjaltalín sviðstjóri Minjavarða, Agnes Stefánsdóttir sviðstjóri Rannsóknar- og miðlunarsviðs og Gísli Óskarsson sviðstjóri lögfræðisviðs.

Kynningarferð starfsfólks Minjastofnunar Íslands í Varsjá

22.10.2024
Minjavarslan í Póllandi tók vel á móti starfsfólki Minjastofnunar Íslands í Varsjá í síðustu viku með þéttri dagskrá dagana 9. - 13. október. Starfsfólk fékk kynningu á starfsemi minjavörslunar í Póllandi, Narodowy Instytut Dziedzictwa (NID), þar sem sérfræðingar stofnunarinnar sögðu frá helstu verkefnum og áskorunum.
Starfsfólk Minjastofnunar og fylgifiskar við Krzemionki safnið. © Daníel Máni Jónsson.

Húsafriðunarsjóður 2025 - Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025

17.10.2024
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2024 og stefnt er að því að úthlutun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2025.
Ingimundarhús, byggt 1882 – Oddagötu 1, Seyðisfirði

Húsafriðunarsjóður 2025 - bilun í kerfi

15.10.2024
Vinsamlegast athugið að vegna tæknilegra örðugleika verður ekki opnað fyrir umsóknir í húsafriðunarsjóð fyrir árið 2025 í dag, 15. október. Áætlað er að opnað verði fyrir umsóknir síðar í þessari viku.

Menningarminjadagar Evrópu 2024 // The European Heritage Days 2024

07.10.2024
Menningarminjadagar Evrópu 2024 fóru fram í september síðastliðnum þar sem þema ársins var leiðir, samskipti og tengingar. Alls tóku sjö skipuleggjendur þátt sem voru samanlagt með 14 viðburði er dreifðust yfir mánuðinn. Skipuleggjendur voru Borgarsögusafn Reykjavíkur, Elliðaárstöð, Kirkjugarðar Reykjavíkur, Samband íslenskra listamanna, Skálholt, Skriðuklaustur og Þura – Þuríður Sigurðardóttir, söng- og myndlistarkona.
Metaðsókn var í göngu um Laugarnesið þann 26. september en um 160 manns mættu og hlýddu á Þuru - Þuríði Sigurðardóttur, söng- og myndlistarkonu segja frá minjum og umhverfi á sínum heimaslóðum.

Opnun á nýrri yfirbyggingu á Stöng í Þjórsárdal

03.10.2024
Þriðjudaginn 1. október fór fram opnun á nýrri yfirbyggingu skálans á Stöng í Þjórsárdal. Stofnunin fagnar þeim mikilvæga áfanga að lokið hefur verið við yfirbygginguna sem hönnuð var af arkitektunum Karli Kvaran og Sahar Ghaderi hjá SP(R)INT STUDIO.
Yfirbyggingin á Stöng. ©Claudio Parada Nunes.