Alþingisgarðurinn friðlýstur
19.11.2024
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, undirritaði friðlýsingu Alþingisgarðsins þann 18. nóvember síðastliðinn.
Alþingisgarðurinn við Kirkjustræti 14 í Reykjavík er elsti og best varðveitti almenningsgarður við opinbera byggingu á Íslandi. Hann markar tímamót í íslenskri garðsögu þar sem hann er fyrsti garðurinn sem var hannaður áður en framkvæmdir við hann hófust.