Fornminjasjóður 2025 - styrkúthlutun
11.03.2025
Úthlutun styrkja úr fornminjasjóði fyrir árið 2025 liggur nú fyrir. Alls bárust 67 umsóknir í sjóðinn og sótt var um alls 290.408.643 kr. Að þessu sinni hljóta 23 verkefni styrk, að heildarupphæð 92.540.000 kr.