Snorri Guðvarðsson og Kristjana Agnarsdóttir hljóta Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2024
03.12.2024
Snorri Guðvarðsson og Kristjana Agnarsdóttir hlutu Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2024 á ársfundi stofnunarinnar í síðustu viku. Viðurkenninguna hljóta Snorri og Kristjana fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar á Íslandi sem speglast í áratugastarfi þeirra á sviði málunar á friðlýstum og friðuðum kirkjum og húsum.