Fara í efni

Fréttir

Vegna umsagnar Minjastofnunar Íslands um nýbyggingu á lóð Gamla Garðs

19.06.2017
Minjastofnun Íslands veitti, að beiðni skipulagshöfunda, umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingu á lóð Gamla Garðs við Hringbraut. Að mati stofnunarinnar hefur fyrirhuguð uppbygging íbúða á lóð Gamla Garðs í för með sér veruleg og neikvæð umhverfisáhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild er raskað með óafturkræfum hætti.

Ársfundur forstöðumanna minjastofnana í Evrópu haldinn á Íslandi

13.06.2017
Dagana 7.-9. júní var árlegur fundur nets forstöðumanna minjastofnana í Evrópu, European Heritage Heads Forum (EHHF), haldinn á Íslandi. Í neti forstöðumannanna eru fulltrúar 29 landa. Fundurinn á Íslandi var 12. ársfundur EHHF. Yfirskrift fundarins var: Our common Heritage – Sharing the responsibility .  Bæði voru fluttir fyrirlestrar og unnið í umræðuhópum á fundinum og fóru fundarhöld fram í Norðurljósasal Hörpu. Farið var með gestina á Bessastaði og í skoðunarferð um Þjórsárdal og nágrenni.
European_Heritage_Heads_Forum_web_282

Þriðja fréttabréf ársins

12.06.2017
Út er komið nýtt fréttabréf Minjastofnunar Íslands.

Friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi

02.06.2017
Boðið er til málstofu og opnun sýningar í tilefni þess að komin eru út þrjú ný bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands, sem fjalla um friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi.
Friðaðar kirkjur Vestfjörðum 1

Styrkir úr húsafriðunarsjóði

28.04.2017
Úthlutun úr húsafriðunarsjóði hefur farið fram.

Annað fréttabréf ársins

07.04.2017
Út er komið nýtt Fréttabréf Minjastofnunar Íslands.

Minjavörðum fjölgar

05.04.2017
Þór Hjaltalín fornleifafræðingur hefur tekið við starfi minjavarðar Suðurnesja. 

Húsafriðunarnefnd skipuð

05.04.2017
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja húsafriðunarnefnd.

Styrkir úr fornminjasjóði 2017

24.03.2017
Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2017. Alls bárust 50 umsóknir en veittir verða styrkir til 24 verkefna að þessu sinni.

Tillögur um verndarsvæði í byggð

24.03.2017
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.
Auglýsing vegna verndarsvæða 2017