Tillaga að friðlýsingu Hólavallagarðs í Reykjavík
25.09.2024
Minjastofnun Íslands hefur lagt fram til kynningar tillögu að friðlýsingu Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík.
Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita heildarskipulag garðsins, klukknaport, minningarmörk og ásýnd garðsins. Svæðið sem friðlýsingin tekur til er um 3 ha. að stærð og afmörkun miðast við lóðarmörk eða ytra borð garðveggja.