13.06.2017
Dagana 7.-9. júní var árlegur fundur nets forstöðumanna minjastofnana í Evrópu, European Heritage Heads Forum (EHHF), haldinn á Íslandi. Í neti forstöðumannanna eru fulltrúar 29 landa. Fundurinn á Íslandi var 12. ársfundur EHHF. Yfirskrift fundarins var: Our common Heritage – Sharing the responsibility . Bæði voru fluttir fyrirlestrar og unnið í umræðuhópum á fundinum og fóru fundarhöld fram í Norðurljósasal Hörpu. Farið var með gestina á Bessastaði og í skoðunarferð um Þjórsárdal og nágrenni.