Fara í efni

Samstarfsverkefni

Minjastofnun Íslands hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Hér má finna þau helstu.

CERCMA

Cultural Enviroment as Resource in Climate Change Mitigation and Adoption var samnorrænt verkefni um hættuna sem steðjar að menningararfinum vegna loftslagsbreytinga. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, var fulltrúi Minjastofnunar í samstarfinu en auk hans tók annar Íslendingur, Gísli Pálsson hjá Fornleifastofnun Íslands ses., einnig þátt í verkefninu. Tveggja daga vinnustofa var haldin í Helsinki í Finnlandi þar sem fjöldi sérfræðinga frá Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku hittist og ræddi áhrif loftslagsbreytinga á menningarminjar á hverjum stað. Afrakstur vinnustofunnar var skýrsla um málið sem kom út árið 2014.