Samstarfsverkefni
Minjastofnun Íslands hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Hér má finna þau helstu.
Kirkjur Íslands
Árið 1996 gengu Húsafriðunarnefnd og Þjóðminjasafn Íslands til samstarfs um menningarsögulega úttekt á öllum friðuðum kirkjum landsins – þá 207 að tölu – gripum þeirra og minningarmörkum, þar sem horft væri á efnið frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu, og gefa út í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Hugmyndin var borin undir biskup Íslands, sem studdi hana heils hugar, og gerðist Biskupsstofa fyrir hönd þjóðkirkjunnar aðili að útgáfunni strax í upphafi. Árið 2013 tók Minjastofnun Íslands við hlutverki Húsafriðunarnefndar sem sá um útgáfu á 22 fyrstu bindunum. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.
Síðla árs 2018 lauk útgáfunni með þremur nýjum bindum og telur ritröðin nú 31 bindi þar sem fjallað er um samtals 216 friðaðar kirkjur. Í lokabindinu – hinu 31. í röðinni – eru þrjár yfirlitsgreinar um íslenskar kirkjubyggingar, ein um steinhlaðnar kirkjur, önnur um friðlýstar torf- og timburkirkjur og sú þriðja um friðlýstar steinsteypukirkjur. Ennfremur skrár sem taka til allra binda ritverksins, en sú viðamesta þeirra er um hagleiksfólk, sem kom að byggingu friðaðra kirkna eða á gripi í þeim, og telur alls 2450 einstaklinga með helstu upplýsingum sem þá snerta.
Í ritinu eru tvö meginumfjöllunarefni: Annars vegar hið varðveitta mannvirki, byggingarlist þess og saga, hins vegar kirkjugripir og minningarmörk, list þeirra og saga. Um þetta tvennt er fjallað á ítarlegan hátt, en öðru efni, sem ekki telst til kjarna umræðunnar, aðeins gerð lausleg skil. Fjallað er um þær kirkjur einar, sem friðaðar eru samkvæmt lögum um húsafriðun, en það eru allar kirkjur, sem reistar eru fyrir 1918, 208 talsins, og kirkjur þær sem menntamálaráðherra hefur friðað að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar, átta að tölu; raðað í bækur eftir prófastsdæmum.
Þannig er frá útgáfunni gengið – m.a. með því að hvert prófastsdæmi hlýtur sinn einkennislit – að auðvelt verður síðar meir að auka við hana bindum um yngri kirkjur, sé á því áhugi. En yngri kirkjur, sem ekki njóta friðunar, eru núna ríflega 120 talsins.
Bókarkaflar eru jafnmargir kirkjunum og er hver þeirra í sex greinum. Fremst er ágrip af sögu kirkjustaðar. Því næst er kirkjunni gerð skil í þremur greinum, byggingarsögu, lýsingu og byggingarlist. Fimmta grein fjallar um gripi og áhöld, sögu þeirra, minja- og listgildi og hlutdeild í guðsþjónustunni. Lokagreinin er helguð kirkjugarði og minningarmörkum.
Við samningu er haft að leiðarljósi, að fyrr á tíð hafi kirkjan ekki einasta verið musteri trúar, heldur oftar en ekki sýnileg táknmynd þess besta sem samtíðin megnaði í húsagerðarlist, og griðastaður fyrir jafnt minningarmörk sem listmuni og aðra fegurð, - einskonar listasafn í íslensku samfélagi fyrri tíðar.
Eitt af markmiðum verksins er að vekja athygli á þeim menningarverðmætum sem fólgin eru í kirkjum, messuföngum, kirkjulist og legsteinum, slá skjaldborg um það sem eftir stendur og stuðla að áframhaldandi varðveislu þess.
Við vinnu að rannsóknum og skrifum hafa útgáfuaðilar skipt með sér verkum: Þjóðminjasafnið annast lýsingar á gripum og áhöldum og þeim kirkjum sem eru í húsasafni safnsins, – og leggur auk þess til ljósmyndatöku og myndaritstjórn. Minjastofnun sér um lýsingar á öllum friðuðum kirkjum, öðrum en þeim sem eru í húsasafninu, lætur mæla þær og teikna, lýsir minningarmörkum og sér um samantekt á sögu kirkjustaða. Biskupsstofa leggur verkinu til lýsingar á kirkjugörðum. Þá hafa einstök prófastsdæmi og byggðasöfn lagt verkinu lið, ýmist með styrkveitingum eða greinarskrifum.
Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar. Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri hjá Þjóðminjasafni, hefur aflað gamalla mynda, en allar nýjar ljósmyndir hefur Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari Þjóðminjasafns, tekið af mikilli vandvirkni og listfengi. Þá eru auk ljósmynda birtir nákvæmir uppdrættir af öllum kirkjunum 216, ýmist upphaflegar byggingarteikningar, sé þeim til að dreifa, eða nákvæmar mælingarteikningar, velflestar gerðar sérstaklega fyrir útgáfuna ýmist af Húsafriðunarnefnd eða Minjastofnun.
Nauðsynlegar skrár og orðskýringar fylgja, einnig útdrættir á ensku sem og myndatextar.
Ritnefnd skipa þau Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Ritstjórn er í höndum þeirra Þorsteins og Jóns Torfasonar skjalavarðar á Þjóðskjalasafni.
Árnesprófastsdæmi - 1. - 4. bindi og 29. bindi
1. bindi:
HREPPHÓLAKIRKJA - HRUNAKIRKJA - TUNGUFELLSKIRKJA
Höfundar: Guðmundur L. Hafsteinsson - Guðrún Harðardóttir - Þór Magnússon - Þóra Kristjánsdóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2001
2. bindi:
HRAUNGERÐISKIRKJA - ÓLAFSVALLAKIRKJA - STÓRA-NÚPSKIRKJA - VILLINGAHOLTSKIRKJA
Höfundar: Guðmundur L. Hafsteinsson - Þór Magnússon - Þóra Kristjánsdóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2002
3. bindi:
BRÆÐRATUNGUKIRKJA - BÚRFELLSKIRKJA - MIÐDALSKIRKJA - MOSFELLSKIRKJA - TORFASTAÐAKIRKJA
Höfundar: Guðmundur L. Hafsteinsson - Gunnar Bollason - Páll Lýðsson - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2002
4. bindi:
EYRARBAKKAKIRKJA - GAULVERJABÆJARKIRKJA - KOTSTRANDARKIRKJA - STOKKSEYRARKIRKJA - STRANDARKIRKJA - ÚLFLJÓTSVATNSKIRKJA - ÞINGVALLAKIRKJA
Höfundar: Garðar Halldórsson - Guðmundur L. Hafsteinsson - Gunnar Bollason - Páll Lýðsson - Samúel Örn Erlingsson - Þór Magnússon - Þóra Kristjánsdóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2003
29. bindi
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA
Höfundar: Ásdís Ólafsdóttir - Guðbjörg Kristjánsdóttir - Guðlaug Vilbogadóttir - Guðmundur Rafn Sigurðsson - Pétur H. Ármannsson - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2018
Skagafjarðarprófastsdæmi - 5. og 6. bindi
5. bindi:
GOÐDALAKIRKJA - HVAMMSKIRKJA - KETUKIRKJA - REYKJAKIRKJA - REYNISTAÐARKIRKJA - SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA - SILFRASTAÐAKIRKJA - SJÁVARBORGARKIRKJA - VÍÐIMÝRARKIRKJA
Höfundar: Guðrún Harðardóttir - Gunnar Bollason - Hörður Ágústsson - Júlíana Gottskálksdóttir - Kristmundur Bjarnason - Sigríður Sigurðardóttir - Unnar Ingvarsson - Þorsteinn Gunnarsson - Þór Hjaltalín - Þórir Stephensen
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2005
6. bindi:
BARÐSKIRKJA - FELLSKIRKJA - GRAFARKIRKJA - HOFSKIRKJA - HOFSSTAÐAKIRKJA - HÓLADÓMKIRKJA - KNAPPSSTAÐAKIRKJA - VIÐVÍKURKIRKJA
Höfundar: Guðrún Harðardóttir - Gunnar Bollason - Júlíana Gottskálksdóttir - Kristín Huld Sigurðardóttir - Kristján Eldjárn - Sigríður Sigurðardóttir - Unnar Ingvarsson - Þorsteinn Gunnarsson - Þór Hjaltalín - Þórir Stephensen
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2005
Húnavatnsprófastsdæmi - 7. og 8. bindi
7. bindi:
ÁRNESKIRKJA - KALDRANANESKIRKJA - KOLLAFJARÐARNESKIRKJA - STAÐARKIRKJA Í STEINGRÍMSFIRÐI - BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA - KIRKJUHVAMMSKIRKJA - STAÐARBAKKAKIRKJA - STAÐARKIRKJA Í HRÚTAFIRÐI - VESTURHÓPSHÓLAKIRKJA - VÍÐIDALSTUNGUKIRKJA
Höfundar: Guðmundur L. Hafsteinsson - Gunnar Bollason - Jón Jónsson - Þorgeir Jónsson - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson
Reykjavík 2006
8. bindi:
AUÐKÚLUKIRKJA - BERGSSTAÐAKIRKJA - BLÖNDUÓSKIRKJA - BÓLSTAÐARHLÍÐARKIRKJA - HOFSKIRKJA - HOLTASTAÐAKIRKJA - SVÍNAVATNSKIRKJA - UNDIRFELLSKIRKJA - ÞINGEYRAKIRKJA
Höfundar: Guðmundur L. Hafsteinsson - Guðrún Harðardóttir - Guðrún Jónsdóttir - Gunnar Bollason - Hjörleifur Stefánsson - Unnar Ingvarsson - Þorsteinn Gunnarsson - Þór Hjaltalín - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson
Reykjavík 2006
Eyjafjarðarprófastsdæmi - 9. og 10. bindi
9. bindi:
BAKKAKIRKJA - BÆGISÁRKIRKJA - GLÆSIBÆJARKIRKJA - KVÍABEKKJARKIRKJA - MIÐGARÐAKIRKJA - MÖÐRUVALLAKIRKJA Í HÖRGÁRDAL - ÓLAFSFJARÐARKIRKJA - TJARNARKIRKJA - URÐAKIRKJA - VALLAKIRKJA
Höfundar: Agnes Stefánsdóttir - Guðmundur L. Hafsteinsson - Guðrún M. Kristinsdóttir - Gunnar Bollason - Hjörleifur Stefánsson - Íris Ólöf Sigurjónsdóttir - Katrín Gunnarsdóttir - Kristinn Magnússon - Kristín Huld Sigurðardóttir - Magnús Skúlason - Sigríður Hafstað - Þóra Kristjánsdóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2007
10. bindi:
AKUREYRARKIRKJA - GRUNDARKIRKJA - HÓLAKIRKJA - LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA - MINJASAFNSKIRKJA - MUNKAÞVERÁRKIRKJA - MÖÐRUVALLAKIRKJA Í EYJAFIRÐI - SAURBÆJARKIRKJA
Höfundar: Agnes Stefánsdóttir - Finnur Birgisson - Guðrún Harðardóttir - Guðrún M. Kristinsdóttir - Gunnar Bollason - Haraldur Þór Egilsson - Hjörleifur Stefánsson - Kristinn Magnússon - Pétur H. Ármannsson - Stefán Örn Stefánsson - Þóra Kristjánsdóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2007
Kjalarnessprófastsdæmi - 11. og 12. bindi
11. bindi:
HVALSNESKIRKJA - KÁLFATJARNARKIRKJA - KEFLAVÍKURKIRKJA - KIRKJUVOGSKIRKJA - KRÝSUVÍKURKIRKJA - LANDAKIRKJA - NJARÐVÍKURKIRKJA - ÚTSKÁLAKIRKJA
Höfundar: Guðmundur L. Hafsteinsson - Gunnar Bollason - Gunnar Kristjánsson - Jón Þ. Þór - Júlíana Gottskálksdóttir - Þorsteinn Gunnarsson - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2008
12. bindi:
BESSASTAÐAKIRKJA - BRAUTARHOLTSKIRKJA - FRÍKIRKJAN Í HAFNARFIRÐI - HAFNARFJARÐARKIRKJA - LÁGAFELLSKIRKJA - REYNIVALLAKIRKJA - SAURBÆJARKIRKJA - VINDÁSHLÍÐARKIRKJA
Höfundar: Guðmundur L. Hafsteinsson - Gunnar Bollason - Gunnar Kristjánsson - Jón Þ. Þór - Júlíana Gottskálksdóttir - Þorsteinn Gunnarsson
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2008
Borgarfjarðarprófastsdæmi - 13., 14. og 30. bindi
13. bindi:
AKRANESKIRKJA - FITJAKIRKJA - GILSBAKKAKIRKJA - HVANNEYRARKIRKJA - INNRA-HÓLMSKIRKJA - LEIRÁRKIRKJA - REYKHOLTSKIRKJA - STÓRA-ÁSKIRKJA
Höfundar: Björk Ingimundardóttir - Geir Waage - Guðmundur L. Hafsteinsson - Guðrún Harðardóttir - Guðrún Sveinbjarnardóttir - Gunnar Bollason - Lilja Árnadóttir - Sigríður Björk Jónsdóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2009
14. bindi:
AKRAKIRKJA - ÁLFTANESKIRKJA - ÁLFTÁRTUNGUKIRKJA - BORGARKIRKJA - HJARÐARHOLTSKIRKJA - HVAMMSKIRKJA - STAFHOLTSKIRKJA
Höfundar: Björk Ingimundardóttir - Guðmundur L. Hafsteinsson - Gunnar Bollason - Lilja Árnadóttir - Sigríður Björk Jónsdóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2009
30. bindi
HALLGRÍMSKIRKJA Í SAUBÆ Á HVALFJARÐARSTRÖND
Höfundar: Björk Ingimundardóttir - Guðlaug Vilbogadóttir - Guðmundur Rafn Sigurðsson - Lilja Árnadóttir - Pétur H. Ármannsson
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2018
Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi - 15. og 16. bindi
15. bindi:
BJARNARHAFNARKIRKJA - BÚÐAKIRKJA - HELGAFELLSKIRKJA - INGJALDSHÓLSKIRKJA - RAUÐAMELSKIRKJA - SETBERGSKIRKJA - STAÐARHRAUNSKIRKJA - STYKKISHÓLMSKIRKJA
Höfundar: Árni Björnsson - Guðmundur L. Hafsteinsson - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2010
16. bindi:
DAGVERÐARNESKIRKJA - HJARÐARHOLTSKIRKJA - HVAMMSKIRKJA - NARFEYRARKIRKJA - SKARÐSKIRKJA - SNÓKSDALSKIRKJA - STAÐARFELLSKIRKJA - STAÐARHÓLSKIRKJA
Höfundar: Árni Björnsson - Guðmundur L. Hafsteinsson - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2010
Rangárvallaprófastsdæmi - 17. bindi
17. bindi:
AKUREYJARKIRKJA - ÁRBÆJARKIRKJA - BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA - HAGAKIRKJA - HLÍÐARENDAKIRKJA - KELDNAKIRKJA - KROSSKIRKJA - MARTEINSTUNGUKIRKJA
Höfundar: Guðmundur L. Hafsteinsson - Hjörleifur Stefánsson - Júlíana Gottskálksdóttir - Svavar Sigmundsson - Þóra Kristjánsdóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2011
Reykjavíkurprófastsdæmi - 18. og 19. bindi
18. bindi:
FORNAR KIRKJUR Í REYKJAVÍK - DÓMKIRKJAN - FRÍKIRKJAN - KRISTSKIRKJA
Höfundar: Drífa Kristín Þrastardóttir - Gerður Róbertsdóttir - Gunnar F. Guðmundsson - Júlína Gottskálksdóttir - Pétur H. Ármannsson - Þorsteinn Gunnarsson - Þórir Stephensen
Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson - Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2012
19. bindi:
LAUGARNESKIRKJA - NESKIRKJA - SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ - VIÐEYJARKIRKJA
Höfundar: Gerður Róbertsdóttir - Pétur H. Ármannsson - Þorsteinn Gunnarsson - Þórir Stephensen
Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson - Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2012
Austfjarðaprófastsdæmi - 20. bindi
20. bindi:
BERUFJARÐARKIRKJA - BERUNESKIRKJA - BREKKUKIRKJA - DJÚPAVOGSKIRKJA - ESKIFJARÐARKIRKJA - FÁSKRÚÐSFJARÐARKIRKJA - HOFSKIRKJA - KOLFREYJUSTAÐARKIRKJA - NORÐFJARÐARKIRKJA - PAPEYJARKIRKJA - REYÐARFJARÐARKIRKJA
Höfundar: Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir - Guðmundur Gunnarsson - Hjörleifur Guttormsson - Hjörleifur Stefánsson - Júlíana Gottskálksdóttir - Lilja Árnadóttir - Magnús Skúlason - Páll V. Bjarnason
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2012
Þingeyjarprófastsdæmi - 21. og 22. bindi
21. bindi:
EINARSSTAÐAKIRKJA - FLATEYJARKIRKJA - GRENIVÍKURKIRKJA - HÁLSKIRKJA - ILLUGASTAÐAKIRKJA - LAUFÁSKIRKJA - LJÓSAVATNSKIRKJA - LUNDARBREKKUKIRKJA - SKÚTUSTAÐARKIRKJA
Höfundar: Björn Ingólfsson - Haraldur Þór Egilsson - Hjörleifur Stefánsson - Hörður Ágústsson - Mörður Árnason - Sverrir Haraldsson
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2013
22. bindi:
GARÐSKIRKJA - GRENJAÐARSTAÐAKIRKJA - HÚSAVÍKURKIRKJA - NESKIRKJA - SAUÐANESKIRKJA - SKINNASTAÐARKIRKJA - SVALBARÐSKIRKJA - ÞVERÁRKIRKJA
Höfundar: Björn Ingólfsson - Hjörleifur Stefánsson - Sigrún Kristjánsdóttir - Sverrir Haraldsson - Völundur Óskarsson
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2013
Skaftafellsprófastsdæmi - 23. bindi
23. bindi:
BRUNNHÓLSKIRKJA - BÆNHÚSIÐ Á NÚPSSTAÐ - GRAFARKIRKJA - HOFSKIRKJA - KÁLFAFELLSKIRKJA - LANGHOLTSKIRKJA - PRESTSBAKKAKIRKJA - SKEIÐFLATARKIRKJA - STAFAFELLSKIRKJA - ÞYKKVABÆJARKLAUSTURSKIRKJA
Höfundar: Arnþór Gunnarsson - Björg Erlingsdóttir - Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir - Gísli Sverrir Árnason - Guðmundur L. Hafsteinsson - Guðmundur Rafn Sigurðsson - Gunnar Bollason - Lilja Árnadóttir - Pétur H. Ármannsson - Sigþór Sigurðsson - Svavar Sigmundsson - Þórður Tómasson
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2014
Múlaprófastsdæmi - 24. og 25. bindi
24. bindi:
ÁSKIRKJA - EIRÍKSSTAÐAKIRKJA - HOFSKIRKJA Í VOPNAFIRÐI - HOFTEIGSKIRKJA - KIRKJUBÆJARKIRKJA - SKEGGJASTAÐAKIRKJA - VOPNAFJARÐARKIRKJA
Höfundar: Gísli Sverrir Árnason - Guðlaug Vilbogadóttir - Guðmundur Rafn Sigurðsson - Hjörleifur Guttormsson - Hjörleifur Stefánsson - Lilja Árnadóttir - Pétur H. Ármannsson
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2015
25. bindi:
BAKKAGERÐISKIRKJA - EIÐAKIRKJA - HJALTASTAÐAKIRKJA - KLYPPSTAÐARKIRKJA - SEYÐISFJARÐARKIRKJA - ÞINGMÚLAKIRKJA
Höfundar: Gísli Sverrir Árnason - Guðlaug Vilbogadóttir - Guðmundur Rafn Sigurðsson - Hjörleifur Guttormsson - Hjörleifur Stefánsson - Lilja Árnadóttir - Pétur H. Ármannsson
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2015
Vestfjarðaprófastsdæmi - 26., 27. og 28. bindi
26. bindi:
BÍLDUDALSKIRKJA - BRJÁNSLÆKJARKIRKJA - GUFUDALSKIRKJA - HAGAKIRKJA - PATREKSFJARÐARKIRKJA - SAUÐLAUKSDALSKIRKJA - SAURBÆJARKIRKJA Á RAUÐASANDI - SELÁRDALSKIRKJA - STAÐARKIRKJA Á REYKJANESI - STÓRA-LAUGARDALSKIRKJA
Höfundar: Árni Björnsson - Guðmundur L. Hafsteinsson - Guðmundur Rafn Sigurðsson - Júlíana Gottskálksdóttir - Sigríður Björk Jónsdóttir - Stefán Örn Stefánsson - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfson
Reykjavík 2017
27. bindi:
HOLTSKIRKJA - HÓLSKIRKJA Í BOLUNGARVÍK - HRAFNSEYRARKIRKJA - HRAUNSKIRKJA Í KELDUDAL - KIRKJUBÓLSKIRKJA Í VALÞJÓFSDAL - MÝRAKIRKJA Í DÝRAFIRÐI - STAÐARKIRKJA Í SÚGANDAFIRÐI - SÆBÓLSKIRKJA Á INGJALDSSANDI - ÞINGEYRARKIRKJA
Höfundar: Björn Baldursson - Einar Ísaksson - Guðlaug Vilbogadóttir - Guðmundur L. Hafsteinsson - Guðmundur Rafn Sigurðsson - Guðrún Edda Gunnarsdóttir - Jóna Símonía Bjarnadóttir - Júlíana Gottskálksdóttir - Valdimar H. Gíslason - Þór Hjaltalín - Þór Magnússon
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2017
28. bindi:
BÆNHÚSIÐ Í FURUFIRÐI - EYRARKIRKJA VIÐ SEYÐISFJÖRÐ - NAUTEYRARKIRKJA - STAÐARKIRKJA Í AÐALVÍK - SÚÐAVÍKURKIRKJA - UNAÐSDALSKIRKJA - VATNSFJARÐARKIRKJA - ÖGURKIRKJA
Höfundar: Einar Ísaksson - Elísabet Gunnarsdóttir - Guðlaug Vilbogadóttir - Guðmundur L. Hafsteinsson - Guðmundur Rafn Sigurðsson - Hjörleifur Stefánsson - Jóna Símonía Bjarnadóttir - Lilja Árnadóttir
Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson
Reykjavík 2017
Lokabindi - 31. bindi
Þorsteinn Gunnarsson: Steinhlaðnar kirkjur á Íslandi
Guðmundur L. Hafsteinsson: Friðlýstar torf- og timburkirkjur
Pétur H. Ármannsson: Friðlýstar steinsteypukirkjur
Jón Torfason: Skrár fyrir Kirkjur Íslands, bindi 1-31 - Orðskýringar
Reykjavík 2018