Samstarfsverkefni
Minjastofnun Íslands hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Hér má finna þau helstu.
European Archaeological Council
EAC (European Archaeological Council) eru samtök evrópskra stjórnsýslustofnana sem bera ábyrgð á fornleifaarfinum. Ísland á fulltrúa í stjórn samtakanna, Þór Hjaltalín, sviðsstjóra minjavarðasviðs og minjavörð Reykjaness. Tók Þór við keflinu árið 2018 af Agnesi Stefánsdóttur, sviðsstjóra rannsókna- og miðlunarsviðs, sem þá hafði verið í stjórn samtakanna til nokkurra ára. Stjórnarfundir eru hjá samtökunnum þrisvar sinnum á ári auk aðalfundar og ráðstefnu einu sinni á ári.