Samstarfsverkefni
Minjastofnun Íslands hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Hér má finna þau helstu.
Áhrif loftlagsbreytinga á minjar og menningarlandslag
Um nokkurra ára skeið tók Fornleifavernd ríkisins þátt í samnorrænu verkefni um áhrif loftlagsbreytinga á minjar og menningarlandslag. Þátttakendur komu frá sjö löndum: Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Danmörk, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Inga Sóley Kristjönudóttir, Fornleifavernd ríkisins, tók þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands. Nú er komin út skýrslan “Klimaendringer og kulturarv i Norden” þar sem niðurstöður verkefnisins eru kynntar.