Fara í efni

Samstarfsverkefni

Minjastofnun Íslands hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Hér má finna þau helstu.

European Heritage Heads Forum

European Heritage Heads Forum (EHHF) er samráðsvettvangur forstöðumanna minjastofnana í Evrópu. Þeir eiga sameiginlegan fund einu sinni á ári til skiptis í þeim löndum sem eiga fulltrúa í samtökunum. Á fundinum eru rædd þau mál sem efst eru á baugi í minjavernd í Evrópu hverju sinni og haldin fræðsluerindi. Samtökin hafa einn starfsmann með aðsetur í Brussel sem veitir aðstoð við undirbúning ársfundar, miðlar upplýsingum á milli forstöðumanna og hefur tengsl við Evrópuráðið fyrir hönd forstöðumannanna. Í umboði EHHF starfar sérstakur hópur löglærða manna innan stofnananna EHLF (European Heritage Legal Forum) sem fylgist með samþykktum sem gætu haft áhrif á minjar og tryggir að ekkert sé samþykkt sem gæti skaðað málstað minjaverndar í Evrópu.

Aðalfundur ársins 2017 var haldinn á Íslandi.

Forstöðumaður ásamt sviðsstjórum rannsóknar- og miðlunarsviðs og lögfræðisviðs sátu fund EHHF í Edinborg í maímánuði árið 2022. Helstu umræðuefni fundarins voru áhrif Covid faraldursins á menningarminjageirann og skipulögð eyðilegging Rússa á menningarminjum í Úkraínu.

Tengiliður er Rúnar Leifsson, forstöðumaður.