Liðnir viðburðir
Liðnir viðburðir
6. desember kl. 12:00-14:00
Félag fornleifafræðinga og Þjóðminjasafnið standa fyrir viðburði til heiðurs Kristjáni Eldjárn á fæðingardegi hans, 6. desember. Guðrún Hildur Rosenkjær og Ragnheiður Traustadóttir flytja erindi og börn Kristjáns munu afhenda skautbúning móður sinnar, Halldóru Eldjárn. Búningurinn verður uppsettur á gínu meðan á viðburðinum stendur.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata 41
28. nóvember kl. 13:00-15:30
Ársfundur Minjastofnunar Íslands Að uppgrefti loknum: Miðlun og nýting minjastaða verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi kl. 13:00 - 15:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík.
Safnahúsið, Hverfisgötu 15 Reykjavík
26. nóvember kl. 12:00-13:00
Hvernig er gert við eitt stærsta og þyngsta steinskífuþak á landinu? Hvernig ber maður sig að þegar engar upprunalegar teikningar af þakinu er að styðjast við? Hvernig er nákvæmum frágangi á flóknum deilum háttað?
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata 41
8. nóvember kl. 11:00-15:00
Málþing á vegum Byggðasafns Skagfirðinga sem er tileinkað Sigríði Sigurðardóttur í tilefni af stórafmæli hennar en hún varð sjötug á dögunum. Torfarfurinn hefur löngum verið Sirrí hugleikinn en auk þess að koma á fót Fornverkaskólanum þá hefur hún stundað umfangsmiklar rannsóknir og miðlun á torfarfinum um áratuga skeið. María Gísladóttir, arkitekt á Minjastofnun Íslands mun flytja erindi á málþinginu.
Kakalaskáli, Skagafirði
6. nóvember kl. 14:30-17:00
Norska sendiráðið heldur málstofu í Þjóðminjasafni miðvikudaginn 6. nóvember kl. 14:30.
Minjavörður Vestfjarða, Lísabet Guðmundsdóttir, heldur þar erindi um minjar við sjávarsíðuna.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata 41
28. september kl. 14:00-15:30
Verið velkomin í fría leiðsögn um fornu þjóðleiðina í nágrenni Árbæjarsafns laugardaginn 28. september kl. 14.
Árbæjarsafn
26. september kl. 17:00-18:00
Þura - Þuríður Sigurðardóttir, söng- og myndlistarkona, sem fædd er og uppalin í Laugarnesbænum, leiðir göngu um Laugarnesið og lýsir hvernig það var að alast upp í „sveit í borg“ á þeim sögufræga stað, sem Laugarnesið er.
Gengið verður frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, kl 17:00
Laugarnestangi 70
24. september kl. 17:00-18:00
Samvera og fræðsla í Skálholti með Helga Þorlákssyni, sagnfræðingi og okkar helsta sérfræðingi í Þorláki helga. Safnast verður saman við Skálholtsdómkirkju kl 17:00, og genginn stuttur spölur um slóðir Þorláks helga á Skálholtstorfunni. Þá er farið inn í Skálholtsskóla þar sem Helgi verður með fræðsluerindi.
Skálholt
21. september kl. 13:00-16:30
Laugardaginn 21. september gefst einstakt tækifæri til að skoða eitt af varðveisluhúsum Borgarsögusafns á Esjumelum. Farið verður í tvær ferðir yfir daginn og lagt verður af stað með rútu frá Árbæjarsafni kl. 13:00 og 15:00. Athugið að skráning er nauðsynleg þar sem að sætafjöldi er takmarkaður.
Árbæjarsafn
21.-22. september
Verið velkomin á skemmtilega og ókeypis landnámssmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra helgina 21. - 22. september.
Landnámssýningin, Aðalstræti 16
15. september kl. 15:00-16:00
Í tilefni af Menningarminjadögum Evrópu 2024 sem haldnir eru í september býður Elliðaárstöð gestum og gangandi í leiðsögn um Elliðaárstöð og nágrenni. Í leiðsögninni Að virkja hugvit - nýr áfangastaður í Elliðaárstöð segir Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt úr hönnunarteyminu Tertu, frá hönnunarnálgun Elliðaárstöðvar.
Rafstöðvarvegur 6, 110 Reykjavík
15. september kl. 13:00-15:00
Málstofa með dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðingi og Skúla Birni Gunnarssyni forstöðumanni Gunnarsstofnunar þar sem fjallað verður um fornar ferðaleiðir til og frá Fljótsdal sem tengjast klaustrinu á Skriðu.
Skriðuklaustur
14.-21. september
Í tilefni Menningarminjadaga Evrópu, birtir Ljósmyndasafn Reykjavíkur eina mynd á dag á samfélagsmiðlum frá 14. - 21. september, sem tengist þema ársins: leiðir, samskipti og tengingar.
Instagram og Facebook
12. september kl. 17:00-18:00
Í tilefni af Menningarminjadögum Evrópu 2024 sem haldnir eru í september býður Elliðaárstöð gestum og gangandi í leiðsögn um Elliðaárstöð og nágrenni fimmtudaginn 12. september með Stefáni Pálssyni, sagnfræðingi.
Rafstöðvarvegur 6, 110 Reykjavík
11. september kl. 17:30-19:00
Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða upp á göngu í Hólavallagarði undir leiðsögn Heimis Janusarsonar umsjónarmanns garðsins. Í göngunni verður farið yfir sögu Hólavallagarðs og skoðuð verða minningarmörk er segja sögu um hugarfar hvers tíma. Skipulag garðsins verður skoðað í samhengi við borgarskipulag ásamt því að farið verður yfir gróðursögu garðsins og áhugaverð tré skoðuð. Síðast en ekki síst verður farið yfir tillögu um friðlýsingu á Hólavallagarði og hvaða áhrif það myndi hafa á garðinn og starfsemina í honum.
Hólavallagarður, þjónustuhús við Ljósvallagötu
9. september kl. 17:30-19:00
Kirkjugarðar Reykjavíkur bjóða upp á göngu í Hólavallagarði undir leiðsögn Heimis Janusarsonar umsjónarmanns garðsins. Í göngunni verður farið yfir sögu Hólavallagarðs og skoðuð verða minningarmörk er segja sögu um hugarfar hvers tíma. Skipulag garðsins verður skoðað í samhengi við borgarskipulag ásamt því að farið verður yfir gróðursögu garðsins og áhugaverð tré skoðuð. Síðast en ekki síst verður farið yfir tillögu um friðlýsingu á Hólavallagarði og hvaða áhrif það myndi hafa á garðinn og starfsemina í honum.
Hólavallagarður, þjónustuhús við Ljósvallagötu
7. september kl. 13:00-17:00
Samband íslenskra myndlistarmann býður til afmælisfögnuðar í Hafnarstræti 16 með opnu húsi og viðburði laugardaginn 7. september kl 13:00-17:00. Þar gefst gestum tækifæri á að kynnast húsakynnum í Hafnarstræti 16 og fræðast um byggingu og viðhald eldri húsa í Reykjavík.
Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík
4. september kl. 17:30-19:00
Í göngunni verður farið yfir sögu Hólavallagarðs og skoðuð verða minningarmörk er segja sögu um hugarfar hvers tíma. Skipulag garðsins verður skoðað í samhengi við borgarskipulag ásamt því að farið verður yfir gróðursögu garðsins og áhugaverð tré skoðuð. Síðast en ekki síst verður farið yfir tillögu um friðlýsingu á Hólavallagarði og hvaða áhrif það myndi hafa á garðinn og starfsemina í honum.
Hólavallagarður, þjónustuhús við Ljósvallagötu
2. september kl. 17:30-19:00
Í göngunni verður farið yfir sögu Hólavallagarðs og skoðuð verða minningarmörk er segja sögu um hugarfar hvers tíma.
Hólavallagarður, þjónustuhús við Ljósvallagötu
1.-29. september
Í dag er Þingmannavegur vinsæl gönguleið. Lengd hans er um 11 km og er hækkunin um 600 metrar þegar gengið er austur yfir en töluvert lægri ef gengið er vestur yfir. Þetta er því þægileg dagleið og fjölmargir hlaupa- og útivistarhópar leggja leið sína um veginn í dag.
Vaðlaheiði